24/05/2024
1: Þátttökurétt hafa meðlimir GO sem eru með gilda forgjöf.
2: Leiknar eru 5 umferðir (mót) og lokamótið telur tvöfalt, bæði sem stakt punktamót og sem besta skor liðs, alls telja þrjú bestu mót til stiga í heildarkeppni.
3: Fjöldi leikmanna í hverju liði mega vera að hámarki 6, það mega allir spila í hverju móti og telja tvö bestu skor liðsins í punktakeppni og besta lið telur í (tveggja leikmanna fyrirkomulagi t.d. greensome-betri bolta mótunum).
Í lokamóti sumarsins þar sem leikið er nýtt afbrigði í mótinu telur aukalega besta skor leikmanns liðs á holu og myndast þannig besta skor liðs.
4:Ekki mega vera fleiri en tveir kylfingar sama liðs í sama ráshóp.
5: Ef lið eru jöfn í móti (skor tveggja bestu leikmanna) þá telur þriðji leikmaðurinn, síðan fjórði, svo fimmti og síðan sjötti leikmaður í punktakeppni. Í parakeppni (Greensome/betribolti) skal lið tvö telja næst og svo lið þrjú ef skera þarf úr um sigurvegara. Ef ekki er hægt að fá úrslit með þessum aðferðum er varpað hlutkesti.
6: Ef lið eru jöfn að stigum í lok mótaraðarinnar (þrjú bestu mót) skal fjórða mótið telja, svo fimmta mót ef með þarf. Svo hlutkesti.
7: Hámarksleikforgjöf er sem hér segir: Karlar: 28 og Konur 32
8: Veitt eru verðlaun fyrir 10 efstu sætin í liðakeppninni.
9: Veitt eru verðlaun fyrir næst holu í öllum mótunum á par 3 brautum vallarins.
Lengsta teighögg karla og lengsta teighögg kvenna í öllum mótunum.
Ef fleiri en einn kylfingur er með mælingu jafnlanga þá úrskurðast samkvæmt reglum um mótahald GO. Ýmis aukaverðlaun verða svo veitt eins og safnast saman í sarpinn í sumar.
10: Ef ágreiningur kemur upp þá skal senda skriflega öll erindi á netfangið afgreidsla@oddur.is
11: Heimilt er að gera breytingar á keppnisliðum með eftirfarandi hætti á meðan á móti stendur:
– Skipta má út eða bæta liðsmönnum við lið fram að þriðju umferð mótsins. Leikmenn liðs sem eru skráðir þegar þriðja umferð er leikin eru endanlegir leikmenn liðsins í síðustu umferðunum.
Leikmaður getur ekki leikið með fleiri en einu liði.
Leikmanni sem skipt er út getur ekki verið bætt aftur inn í liðið né í annað lið.
Til að skrá lið þarf að senda inn eftirfarandi upplýsingar:
Nafn liðs: (Dæmi) Súkkulaðimolarnir)
Nafn og liðsnúmer allar leikmanna, 3-9999 o.s.frv.
Tilgreina þarf fyrirliða(tengilið) og þarf netfang að fylgja sem og gsm númer.
Mót nr.1:
Þriðjudaginn 4. júní. (punktakeppni)
Rástímar frá 10:30 – 18:00*
Skráning opnar 25. maí kl. 13:00
Mót nr.2:
Þriðjudagur 25. júní. (betri bolti)
Rástímar frá 10:30 – 18:30*
Skráning opnar 15. júní kl. 13:00
Mótið nr. 3:
Þriðjudagurinn 10. júlí. (punktakeppni)
Rástímar frá 10:30 – 18:30*
Skráning opnar 24. júní kl. 13:00
Mótið nr. 4:
Þriðjudagurinn 13. ágúst. (greensome)
Rástímar frá 10:30 – 18:30*
Skráning opnar 3. ágúst kl. 13:00
Mót nr.5: (Lokahóf um kvöldið)
Laugardagurinn 31. ágúst. (Punktakeppni og besta skor liðs)
Rástímar frá 8:30 (Allir teigar í einu)
Skráning opnar 23. ágúst kl. 13:00
*rástímar eru til viðmiðunar og geta hliðrast til í samræmi við skráningu í mótin og aðra dagskrá á vellinum.
Mótsstjórn skipa:
Laufey Sigurðardóttir formaður mótanefndar,
Tökum þátt og eigum skemmtilegt sumar saman.