• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Collab – staðan og fréttir

Það er frábær skráning í Collab mótaröðina í ár og 37 lið voru skráð í fyrstu umferð og hefur fjölgað síðan svo það er metþátttaka ár. Í fyrstu umferð var leikin punktakeppni og þar komu margir leikmenn virkilega sterkur inn í upphafi sumars og liðið Sex Urriðar syntu nokkuð örugglega í land með 86 punkta með þriðja leikmann sem taldi ekki einu sinni með 41 punkt, svo efstu leikmenn sannarlega skiluðu vel af sér. Í öðru sæti með 84 punkta urðu svo Ráðgjafarnir og þar í kjölfarið fylgdu tvö lið með 82 punkta en Oddverjar skutust upp í þriðja sæti uppfyrir Fyrirsæturnar þar sem fjórði leikmaður taldi á endanum til að ná fram röðun á liðum. 

Nú er næsta mót þriðjudaginn 25. júní, leikinn er betri bolti og við bendum keppendum á að ekki eru lengur leyfðar færslur í á braut og flötum svo leikið er hreyfingarlaust golf. 

Hér fyrir neðan má kynna sér röðun liða eftir fyrstu umferð.

Úrslit í 1. umferð Collab liðakeppninni 2024
< Fleiri fréttir