• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

COLLAB – úrslit úr fyrsta móti

Það var blautur og langur dagur í fyrsta mótinu í ár í COLLAB liðakeppni GO sem leikin var í vikunni. Alls eru 27 lið skráð til leiks sem er frábær þátttaka. Stofnuð hefur verið síða á facebook þar sem reynt verður að halda inni lifandi upplýsingum um mótaröðina og við hvetjum ykkur endilega til að finna þá síðu á þessari slóð https://www.facebook.com/groups/989784038719589

En er þá ekki best að vinda sér í úrslit mótsins. Lið MÍRON sem er nýtt lið á mótaröðinni ef fréttaritari fer með rétt mál áttu frábæran dag og efstu tvær konurnar í punktakeppni dagsins svo sigurinn var nokkuð öruggur alls 78 punktar í hús og frábært að sjá nýtt lið koma sterkt inn. Keppni um næstu sæti á eftir var mjög jöfn en lið Greenara tók 2. sætið með 71 punkt og í 3. sæti eftir skrifstofubráðabana við tvö önnur lið sem öll voru með 70 punkta, taldi fjórði leikmaður liðs Fallega fólksins og því náðu þau þriðja sæti á undan liði Prinsanna og liði DD Lakkalakk. Önnur lið fylgdu svo þétt í kjölfarið og þetta verður greinilega spennandi keppni í ár.

Næsta mót er áætlað 18. júlí og verður nánar auglýst síðar.

Hér er stöðutafla eftir fyrsta mót.

< Fleiri fréttir