09/09/2015
Phill Hunter, PGA golfkennari hjá MP Golf á Urriðavelli, stendur fyrir veglegri golferð til La Sella í lok október. Gist er á 5 stjörnu Mariott hóteli en ferðin stendur frá 27. október til 3. nóvember. Boðið verður upp á 7 heila golfdaga auk þess sem kylfingar ættu að ná 9 holum á komudegi.
Verð: kr.- 195.000 í tvíbýli
Innifalið er flug, flugvallaskattar, ferðir til og frá flugvelli, gisting á 5 stjörnu Mariott hóteli með hálfu fæði + drykkur með kvöldverði. Ótakmarkað golf og golfkerrur alla ferðina.
Skráning í ferðina fer fram með tölvupósti á mpgolfkennsla@hotmail.com eða í síma 618-1897.
Nánari upplýsingar um hótelið má finna hér.
Það sem er sérstak við þessa golfferð er að Phill Hunter ætlar að bjóða upp á undirbúnings námskeið fyrir ferðina. Allir sem skrá sig í ferðina fá frítt í undirbúningsnámskeið og hittist hópurinn þrisvar fyrir ferðina. Kennslan fer út á velli og fá kylfingar aðstoð við hvernig á að setja upp gott leikskipulag til að lækka skorið.
Helstu upplýsingar um undirbúningsnámskeiðið:
Staðsetning: Urriðavöllur
PGA kennari: Phill Hunter
Markmið: Einfalt golf
Verð: Frítt fyrir þá sem skrá í ferðina. Video, greiningarblað og boltar innifalið
Skráning: mpgolfkennsla@hotmail.com
Námskeið: 30. september, 7. október og 14. október kl. 18:00 – 19:00