• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Eldri keppnissveitir GO hafa lokið leik á Íslandsmóti golfklúbba

Það var leikið á Íslandsmóti golfklúbba eldri kylfinga um helgina og við áttum glæsilega fulltrúa í þeirri keppni sem stóðu sig vel. 

Eftir fyrstu tvær umferðir og tapleiki þar við lið GR og GKG var ljóst að okkar kvennalið myndi eiga leiki um 5. – 8 sætið og þar unnu þær glæsilega sigra í 3. og 4. umferð en þá leiki unnu þær báða 5 – 0 annars vegar við lið GÖ og hinsvegar við lið GSE. Lokaleikur í mótinu hjá þeim var leikur við Nesklúbbinn um 5. sætið, þar var um hörkuleik að ræða sem endaði með sigri Nesklúbbsins 3-2 og því varð 6. sætið niðurstaðan að þessu sinni og sæti í deildinni tryggt. 

Svipuð saga var hjá okkar karlaliði, þar léku þeir við lið GR í fyrstu umferð og tapaðist sá leikur 4,5 – 0,5  og í leik tvö féllu leikar jafnir í leik við Nesklúbbinn 2.5 vinningur á hvort lið. Í 3. umferð töpuðu svo karlarnir 4 – 1 fyrir Keilismönnum og því ljóst að baráttan var um 5 – 8. sætið.  Leikurinn í 4. umferð var við lið GS og tapaðist sá leikur og því á brattan að sækja í lokaumferðinni og þrátt fyrir jafntefli í þeim leik við lið GM sem sigraði deildina á síðsta ári þá dugði það ekki og niðurstaðan var 7. sæti og því leikum við í 2. deild á næsta ári.

Við þökkum okkar fólki kærlega fyrir sitt framlag sem frábærir fulltrúar okkar um helgina og stefnum að sjálfsögðu að því að gera betur á næsta ári. 

< Fleiri fréttir