• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Elín Hrönn: „Er stolt og hrærð“

Elín Hrönn Ólafsdóttir var kjörin nýr formaður Golfklúbbsins Odds á aðalfundi klúbbsins í gærkvöld. Elín hefur verið félagi í GO frá árinu 2010 og hefur allt frá upphafi tekið virkan þátt í félagsstarfi klúbbsins. Elín Hrönn er 45 ára gömul og starfar sem markaðsstjóri hjá fyrirtækinu Vistor í Garðabæ. Hún er fyrsta konan til að gegna formannsembætti hjá Golfklúbbnum Oddi í 23 ára sögu klúbbsins.

„Þetta verkefni leggst gríðarleg vel í mig og ég er spennt að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Það er mjög gott starf unnið innan klúbbsins og félagsandinn er frábær,“ segir Elín Hrönn.

Áhuginn kviknaði á EM
Aðeins eru liðin sjö ár frá því að Elín Hrönn hóf að leika golf en það gerði hún árið 2009 er hún skellti sér í golfferð ásamt foreldrum sínum. Síðan var ekki aftur snúið og nú hefur Elín Hrönn tekið við formennsku í fjórða fjölmennasta golfklúbbi landsins. Sjálf kveðst hún haft áhuga á því að koma inn í stjórn klúbbsins eftir að hafa starfað sem verkefnastjóri sjálfboðaliða á Evrópumóti kvennalandsliða í sumar. Þar fór Elín Hrönn fyrir um 80 sjálfboðaliðum sem stóðu sig frábærlega við að skapa einstaka umgjörð í kringum stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi.

„Það kveikti aukin áhuga hjá mér að starfa meira fyrir klúbbinn eftir EM í sumar. Ég gekk í klúbbinn árið 2010 og hef starfað í fræðslunefnd klúbbsins. Ég hafði áhuga á að að taka enn virkari þátt í starfi klúbbsins og ganga í stjórn klúbbsins. Ég tók þetta kannski einu skrefi lengra en upphaflega stóð til og er núna orðin formaður klúbbsins. Ég er stolt og hrærð yfir þeim stuðning sem ég hef fengið og því trausti sem félgasmenn sýna mér. Margir hvöttu mig til að stíga þetta skef og ég sé svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Elín Hrönn.

„Þegar ég gekk í klúbbinn þá upplifði ég sjálf hversu gott félagasstarf er unnið á Urriðavelli. Það tók mig aðeins eitt sumar að komast inn í hópinn. Ég var svolítið feimin til að byrja með enda nýbyrjuð í golfi. Ég var hins vegar dugleg að taka þátt í þeim fjölmörgu innanfélagsmótum sem klúbburinn stendur fyrir, var mjög fljót að kynnast fólki og hef verið óhrædd við að ská mig á teig með fólki úr öllum áttum. Fyrir nýliða sem eru að ganga í klúbbinn hvet ég til þess að þeir skoði hvað sé í boði innan félagsstarfsins, hvaða nefndir eru starfandi, taka virkan þátt og vera óhrædd að láta vita af sér. Það var allavega mín leið. Hér er frábært að vera og það er mikil eining innan klúbbsins.“

Fjárhagsstaðan efst á baugi
Elín Hrönn segir að verkefni nýrrar stjórnar verði fyrst og fremst að leysa erfiða fjárhagsstöðu klúbbsins. GO var rekinn með 4,7 milljón króna halla á síðasta starfsári og er ljóst að klúbburinn þarf að fá meiri fjárhagsstuðning svo endar nái saman.

„Það er brýnt verkefni nýrrar stjórnar að fara ofan í saumana á fjárhag klúbbsins. Við þurfum að einblína svolítið á þau fyrst um sinn. Við verðum að bæta tekjuflæði og tekjumöguleika klúbbsins,“ segir Elín Hrönn.

„Einnig þurfum að efla samstarfið við sveitarfélagið og aðra samstarfsaðila. Ný stjórn mun svo halda áfram að vinna í mörgum verkefnum sem eru í gangi í klúbbnum og reyna að gera þau eins vel og unnt er. Við erum með eitt besta golfsvæði landsins og viljum hafa það þannig áfram.“

 

Elín Hrönn Ólafsdóttir er nýr formaður Golfklúbbsins Odds.

A photo posted by OddurGolfClub (@oddurgolfclub) on

< Fleiri fréttir