• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Endurbætur á tjörnum ganga vel

Mikil vinna hefur farið í endurbætur á Urriðavelli í sumar. Nú þegar hefur verið tyrft yfir sár við veg sem liggur meðfram heimreiðinni á Urriðavelli og alla leið meðfram 1. braut og í gegnum 2. braut. Þessi sár urðu eftir efnisflutninga úr Urriðahollti í vetur.

Endurbætur á tjörnum við 2. og 5. flöt eru jafnframt í fullum gangi. Hafist var handa við lagfæringar á tjörninni sem liggur við sjötta teig og að 2. flöt. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er unnið af krafti við að koma nýju undirlagi í tjörnina. Í byrjun næstu viku verður settur nýr dúkur í tjörnina sem á að koma í veg fyrir að vatn úr tjörninni leki í nærliggjandi jarðveg.

Þegar vinna við tjörnina á 2. braut er lokið verður hafist handa við að endurbætur á tjörninni við 5. flöt. Stefnt er að því að vatn verði komið í tjarnirnar áður en um langt líður og vonandi á næstu vikum.

Vinna við endurbætur á tjörnum við 2. og 5. flöt er í fullum gangi. Kristinn Jónsson vallarstarfsmaður stendur í ströngu…

Posted by Golfklúbburinn Oddur on Thursday, August 13, 2015

20150813_094006_resized

Umhverfi við veginn er orðið mjög snyrtilegt. Tryggvi Ölver vallarstjóri og Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri fara yfir stöðuna við nýja efnisgeymslu nærri 6. flöt.

20150813_094139_resized

Á Urriðavelli er kappkostað að hafa umhverfi í kringum völlinn sem snyrtilegast. Hér má sjá torf sem hefur verið tryft við efnisgeymslu ásamt trjáplöntum.

20150813_093921_resized

Tyrft hefur verið við veg frá heimreið og alla leið meðfram 1. og í gegnum 2. braut.

< Fleiri fréttir