• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

FÉLAGSGJÖLD 2025 – OPIÐ FYRIR RÁSTÖFUN GREIÐSLNA

Kæru félagsmenn

 

Á aðalfundi þann 7. desember voru fjárhagsáætlun og árgjöld 2025 samþykkt fyrir komandi ár skv. lögum klúbbsins. 

Árgjöld fyrir næsta ár hafa verið skráð inn í XPS félagakerfið fyrir félagsmenn 18 ára og eldri og geta félagsmenn ráðstafað greiðslum með því að fara inn á greiðslusíðu XPS þar sem skrá þarf sig inn með rafrænum skilríkjum. GREIÐSLUSÍÐA XPS

Áfram er boðið upp á greiðsludreifingu líkt og undanfarin ár, bæði á kort og greiðsluseðla.

Greiðslukort, – Greiðsluskipting í allt að 6 skipti

Krafa í heimabanka, – hægt að skipta greiðslum í allt að 6 kröfur (athugið að kröfurnar birtast undir nafninu “Síminn Pay” í heimabanka)

Eins og áður bætist við 3% umsýslu-og þjónustugjald á dreifingu með debit/kreditkortum og 95 kr. greiðslugjald á hverja færslu og á kröfur í heimabanka 395 króna seðilgjald per kröfu. 

Ef valin er ein greiðsla á greiðslukort fyrir áramót bætist ekki við umsýslu-og þjónustugjald á upphæðina.
Ef greitt er beint inn á reikning Golfklúbbsins Odds fyrir áramót bætast ekki við nein umsýslu eða þjónustugjöld. Reikningsnúmer GO: 0133-26-212, kt.611293-2599

Athugið að ef félagsmaður ráðstafar ekki greiðslufyrirkomulagi sjálfur fyrir lok 15. janúar næstkomandi verða sendar út tvískipt krafa í banka með gjalddaga 3. febrúar 2025 og 3. mars 2025.
Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 15. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990.
 

FÉLAGSGJÖLD

Félagsgjöld 2025 eru eftirfarandi:

Félagsmenn 26 – 67 ára kr. 185.000
Félagsmenn 68 – 80 ára kr. 162.00
Félagsmenn 18 – 25 ára kr. 102.000
Félagsmenn 81 ára og eldri kr. 62.000

Inngöngugjald 2025  kr. 40.000

Innheimta félagsgjalda fyrir 17 ára og yngri verður virk í janúar í greiðslukerfi XPS þar sem frístundastyrkir þeirra sem eiga rétt á slíku verða ekki virkir fyrr en á nýju ári. Hægt er að hafa samband við skrifstofu GO ef ætlunin er að greiða og nýta systkinaafslátt þar sem stilla þarf það sérstaklega í kerfinu. 

Börn og unglingar 13 – 17 ára kr. 62.000*
Börn 12 ára og yngri kr. 42.000*
*systkinaafsláttur – viðbótarárgjald systkina er 15.000 kr á hvert barn 17 ára og yngri.
Miðað er við aldur eldra barns sem grunngjald

 

Vantar þig kvittun fyrir árgjaldinu?

Sjá leiðbeiningar

Ef þig vantar kvittun fyrir félagsgjaldinu fyrir síðastliðið tímabil þá er einfalt að sækja það í XPS félagakerfi GO.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Farðu á þessa slóð og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Veldu Innskráning fyrir Golfklúbburinn Oddur
  3. Veldu nafn þitt efst hægra megin, smelltu á örina og veldu “Mínar hreyfingar”
  4. Smelltu á krossinn lengst til vinstri og veldu táknið “Skoða kvittun”
  5. Þá geturðu valið um að senda þér kvittun í tölvupósti eða “Sækja PDF” og prenta út kvittunina.
< Fleiri fréttir