• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

FÉLAGSGJÖLD 2025 – OPIÐ FYRIR RÁSTÖFUN GREIÐSLNA

Kæru félagsmenn

 

Á aðalfundi þann 7. desember voru fjárhagsáætlun og árgjöld 2025 samþykkt fyrir komandi ár skv. lögum klúbbsins. 

Árgjöld fyrir næsta ár hafa verið skráð inn í XPS félagakerfið fyrir félagsmenn 18 ára og eldri og geta félagsmenn ráðstafað greiðslum með því að fara inn á greiðslusíðu XPS þar sem skrá þarf sig inn með rafrænum skilríkjum. GREIÐSLUSÍÐA XPS

Áfram er boðið upp á greiðsludreifingu líkt og undanfarin ár, bæði á kort og greiðsluseðla.

Greiðslukort, – Greiðsluskipting í allt að 6 skipti

Krafa í heimabanka, – hægt að skipta greiðslum í allt að 6 kröfur (athugið að kröfurnar birtast undir nafninu “Síminn Pay” í heimabanka)

Eins og áður bætist við 3% umsýslu-og þjónustugjald á dreifingu með debit/kreditkortum og 95 kr. greiðslugjald á hverja færslu og á kröfur í heimabanka 395 króna seðilgjald per kröfu. 

Ef valin er ein greiðsla á greiðslukort fyrir áramót bætist ekki við umsýslu-og þjónustugjald á upphæðina.
Ef greitt er beint inn á reikning Golfklúbbsins Odds fyrir áramót bætast ekki við nein umsýslu eða þjónustugjöld. Reikningsnúmer GO: 0133-26-212, kt.611293-2599

Athugið að ef félagsmaður ráðstafar ekki greiðslufyrirkomulagi sjálfur fyrir 15. janúar næstkomandi verða sendar út tvískiptar krafa í banka með gjalddaga 3. febrúar 2024 og 3. mars 2024.
Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 15. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990.
 

FÉLAGSGJÖLD

Félagsgjöld 2025 eru eftirfarandi:

Félagsmenn 26 – 67 ára kr. 185.000
Félagsmenn 68 – 80 ára kr. 162.00
Félagsmenn 18 – 25 ára kr. 102.000
Félagsmenn 81 ára og eldri kr. 62.000

Inngöngugjald 2025  kr. 40.000

Innheimta félagsgjalda fyrir 17 ára og yngri verður virk í janúar í greiðslukerfi XPS þar sem frístundastyrkir þeirra sem eiga rétt á slíku verða ekki virkir fyrr en á nýju ári. Hægt er að hafa samband við skrifstofu GO ef ætlunin er að greiða og nýta systkinaafslátt þar sem stilla þarf það sérstaklega í kerfinu. 

Börn og unglingar 13 – 17 ára kr. 62.000*
Börn 12 ára og yngri kr. 42.000*
*systkinaafsláttur – viðbótarárgjald systkina er 15.000 kr á hvert barn 17 ára og yngri.
Miðað er við aldur eldra barns sem grunngjald

< Fleiri fréttir