Golfklúbburinn Oddur heldur úti öflugu og skemmtilegu félagsstarfi á ári hverju og hvetjum við alla félagsmenn til að vera duglegir að taka þátt og efla um leið starfið.
Stór hluti af félagsstarfi er vissulega mótahald og þar ber hæst að nefna meistaramót GO og bændaglímu Odds sem haldin er í lok vertíðar. Bændaglíma GO er eflaust ein sú fjölmennasta á landinu og síðustu ár höfum við ræst út á 27 holum og tvímannað samt á fjölda teiga. Önnur mót sem vinsæl hafa verið á undanförnum árum eru t.d. liðakeppni GO og Pilsa og Hattamót kvennanefndar.
Við reynum að leitast eftir því að viðburðir séu fjölbreyttir og hefur kvennastarfið verið einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt allt árið. Vínsmökkun, fræðslukvöld um ýmis málefni, demó-dagar, vörukynningar, kvennakvöld kvennanefndar, jólahlaðborð, villibráðarkvöld og ýmislegt fleira hefur verið á boðstólnum undanfarin ár og hver veit hvað næstu misseri gefa af sér og við vonandi bætum í fjölbreytileikann á komandi árum. Við erum alltaf til í að heyra í félagsmönnum sem eru með góðar hugmyndir í félagsstarfi og endilega sendið inn hugmyndir á skrifstofa@oddur.is