01/12/2023
Á aðalfundi 30. nóvember var fjárhagsáætlun næsta starfsárs samþykkt og árgjöld fyrir komandi ár skv. lögum klúbbsins.
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir hagnaði upp á 20.000.000 og í skýringum stjórnar með framlagðri áætlun var vísað í að óábyrgt væri að fara inn í komandi ár nema á þeim forsendum að eiga sjóð til að mæta mögulegum óvissuþáttum sem eru margir eins og nýafstaðið ár sýndi í reikningum félagsins. Ljóst er að launahækkanir eru í kortunum. Nokkur vinna er enn eftir í að koma flötum vallarins í topp stand eftir erfitt upphaf síðasta golftímabils. Enn er mikil þörf á endurnýjun tækja og rekstareininga til að mæta því álagi sem hér er alla jafna og því mikilvægt að koma okkur á góðan kjöl. Gjaldkeri hafði á orði að ef komandi ár verður klúbbnum rekstrarlega hagkvæmt og áfallalaust væru góðar líkur á því að hækkanir á árgjöldum 2025 yrðu vægari.
Opnað hefur verið fyrir greiðslu félagsgjalda XPS GREIÐSLUSÍÐA
En á aðalfundi voru gjöld samþykkt og eru eftirfarandi.
Félagsgjöld ársins 2024 eru eftirfarandi:
Félagsmenn 12 ára og yngri kr. 35.000
Félagsmenn 13–17 ára kr. 55.000
Félagsmenn 18–25 ára kr. 90.000
Félagsmenn 26–66 ára kr. 170.000
Félagsmenn 67-84 ára kr. 147.000
Félagsmenn 85 og eldri kr. 51.000
Félagsmenn 13–17 ára kr. 55.000
Félagsmenn 12 ára og yngri kr. 35.000
Systkinaafsláttur
Hvert systkini greiðir 15.000 kr. árgjald ofan á fyrsta árgjald fjölskyldu upp að 17 ára og yngri.
Félagsmenn 6–17 ára kr. 21.500
Félagsmenn 18–25 ára kr. 34.000
Félagsmenn 26–66 ára kr. 67.000
Félagsmenn 67 og eldri kr. 54.000
Flokkaskipting árgjalda miðast við fæðingarár.