• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fjögur sæti laus í Ryderferð GO á Belfry

Golfklúbburinn Oddur stendur fyrir glæsilegri golfferð í haust  6. – 10 október næstkomandi til Belfry á Englandi í samstarfi við GB ferðir.  Aðeins fjögur sæti eru laus í þessa frábæru ferð og ættu áhugasamir að vera snöggir til við að bóka til að tryggja sér sæti.

Brabazon völlurinn á Belfry einn frægasti Ryder-bikar völlur sögunnar og verður hann spilaður tvisvar í ferðinni. Ferðalagið er mjög þægilegt: Flogið verður í beinu flugi til Birmingham með Icelandair og er golfvallarsvæðið í einungis 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.

Lagt verður af stað frá Keflavík í beinu flugi til Birmingham 6. október, einungis fjórum dögum eftir Ryder mótið í ár sem haldið verður á Hazeltine National vellinum í Bandaríkjunum. Þetta mun eflaust gera ferðina enn eftirminnilegri.

Á svæðinu eru þrír átján holur golfvellir. Auk Brabazon eru það PGA völlurinn og Derby völlurinn. Í ferðinni er boðið uppá ótakmarkað golf fyrir þá sem vilja, ásamt einu golfmóti. Fararstjóri í ferðinni verður Örn Smári Gíslason frá Golfklúbbnum Oddi.

Verð frá kr. 139.000

Rástímar:

6. október: PGA National 13.30-14.50
7. október: Brabazon 08:00 – 09.20
7. október: Derby 14.04-15.08
8. október: PGA National 9.10 – 10.30
8. október: Derby 14.04- 15.08
9. október: Brabazon 8 – 9.10
9. október: Derby 14.04- 15.08

10 okt: Derby 09.08-10.12 (hér er óraunhæft að spila meira en 9 holur)

Haldið verður skemmtilegt mót í ferðinni á vegum GO og verður fyrirkomulag þess móts kynnt nánar síðar.

Nánari upplýsingar og skráning er að finna á vefsíðu GB ferða:
http://www.gbferdir.is/golfferdir/england/ryderferd-go-belfry

Upplýsingar um ferðina veitir Jón Júlíus Karlsson, markaðs- og skrifstofustjóri GO, í síma 849-0154 eða með tölvupósti á jonjulius@oddur.is

brabazon-18th-hole

< Fleiri fréttir