02/08/2016
Áfram heldur golfsumarið hjá okkur í Golfklúbbnum Oddi og er skráning í fjórða mót sumarsins á Powerade-mótaröðin hafin. Fjórða mótið fer fram mánudaginn 8. ágúst. Leikið verður með afar skemmtilegu keppnisfyrirkomulagi – Fjórmennin (Foursome).
Fjórmenningur (Foursome) þar sem tveir leikmenn leika saman í liði og liðið leikur aðeins einum bolta. Leikmenn skiptast á að slá boltann og má leikmaður ekki slá tvisvar í röð. Leikmenn verða líka að skiptast á að slá af teig, leikmaður má ekki slá tvisvar í röð af teig. Forgjöf þeirra sem mynda lið er lögð saman og síðan deilt í með 2.
Skráning er hafin á golf.is
Rástímar eru frá kl:12.00 – 17.50
LIÐSTJÓRAR ATH: VINSAMLEGAST SKRÁIÐ LIÐ YKKAR Á RÁSTÍMA SEM BÚIÐ ER AÐ ÚTHLUTA Í ÞETTA MÓT. ANNAÐ ER EKKI Í BOÐI.