• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Frábær dagskrá á jólahlaðborði GO

Jólahlaðborð Golfklúbbsins Odds fer fram næstkomandi laugardag í golfskálanum á Urriðavelli. Nikki og Pála í veitingasölunni mun töfra fram frábæran jólamat og er varla til betri leið fyrir félaga GO til að hefja jólamánuðinn en með þátttöku í jólahlaðborði GO.

Dagskrá fyrir jólahlaðborð GO er með eftirfarandi hætti:

– Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald kl. 20:00
– Boðið verður upp á frábæran jólamat. Matseðilinn má sjá hér að neðan
– Birgir Olgeirsson, stundum kallaður trúbador Íslands, mun halda uppi jólastuði fram eftir kvöldi
– Happdrætti að mat loknum þar sem hægt er að vinna frábæra vinninga.
– Verð á jólahlaðborðið er aðeins kr. 5.900


Matseðilinn á jólahlaðborði GO 2015 er sem hér segir:

Piparrótarsósa
Sinnepssósa
Laufabrauð

Rúgbrauð
Reyktur lax
Grafinn lax
Jólasíld
Rækjuréttur

Hangikjöt
Hamborgarhryggur
Hunangs- og Appelsínugljáður Kalkúnn
Svína purusteik
Sykurbrúnaðar kartöflur
Uppstúf
Waldorf salat
Rauðkál og grænar
Sætar kartöflur, epli og salvía.
Sveppasósa
Portvínssósa

Marengs Pavlova með jarðarberjum og rjóma
Kaffi og konfekt

IMG_8106

Tökum þátt í að byggja upp frábæra hefð í starfi Golfklúbbsins Odds og fjölmennum á jólahlaðborðið. Skráning fer fram hér að neðan og hvetjum við alla til að skrá sig sem allra fyrst. Hér má sjá myndir frá jólahlaðborðinu frá því í fyrra.

IMG_8032

Það var frábær stemmning á jólahlaðborði GO á síðasta ári.

< Fleiri fréttir