• 1. Object
  • 2. Object

-2.7° - A 6.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Frábærri Bændaglímu lokið

Bændaglíma GO árið 2015 fór fram síðastliðinn laugardag. Aðstæður voru mjög góðar og Urriðavöllur skartaði sínu fegursta. Keppni var á milli karla og kvenna; Skotar á móti Senjorítum. Svo fór að lokum að það voru karlarnir sem hrósuðu mögnuðum sigri í Bændaglímunni í ár. Óskum þeim hjartanlega til hamingju!

Keppt er var í fjögurra manna Texas Scramble og voru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðuna hjá körlum og konum. Besta skor hjá konunum var glæsilegt en sveit með Guðmundínu Ragnarsdóttur sem fyrirliða lék samtals á 54 höggum nettó. Það var við hæfi að eiginmaður Guðmundínu, Viggó Sigurðsson, væri fyrirliði besta karlaliðsins sem lék á 59 höggum nettó.

Veitt nándarverðlaun á par 3 brautum Urriðavallar:
14b. braut – Hafsteinn 2,82m
15. braut – Ingibjörg Ingjalds. 1,38m
13. braut – Magnús Ólafsson 3,0m
8. braut – Fanney 1,1m
4. braut – Ingibjörg Ingjalds. 1.41
16. braut – Guðrún Björg 1,35m

Lengstu upphafshögg:
9. braut (konur) – Kristín Gunnarsdóttir
11. braut (karlar) – Haukur Örn Birgisson
12. braut (slaghamar) – Sigurjón Hjaltason

Takk fyrir þátttökuna. Hér að neðan má sjá nokkrar frábærar myndir frá Bændaglímunni. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín í afgreiðslunni á Urriðavelli síðar í vikunni.

Bændaglíma Golfklúbbsins Odds fór fram laugardaginn 3. október síðastliðinn. Keppnin þótti heppnast afskaplega vel og þökkum við öllum kærlega fyrir þátttökuna.

Posted by Golfklúbburinn Oddur on Monday, October 5, 2015

Myndir: Baldur og Helga

Posted by Golfklúbburinn Oddur on Sunday, October 4, 2015

< Fleiri fréttir