• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttar af okkar keppnissveitum og stöðu mála á Íslandsmóti Golfklúbba

Við erum í skýjunum hérna með gang mála á Urriðavelli að loknum fysta degi í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór við kjöraðstæður og eins og við höfum heyrt af þá var dagurinn ekki síðri hjá nágrönnum okkar í Leirdalnum sem voru með keppendur í fyrstu deild kvenna hjá sér en mótið er haldið sameiginlega hjá þessum nágrannaklúbbum og skipta konur og karla um völl á degi tvö.

Af keppnissveitum GO er það að frétta að konurnar léku í dag við sterka andstæðinga en mótherjar dagsins voru lið GKG og GK sem hafa á að skipa gífurlega sterkum liðsmönnum í landsliðsklassa. GKG konur sigruðu okkar konur með 4,5 vinningi gegn 0,5 vinningi en Hrafnhildur Guðjónsdóttir náði góðu jafntefli við Ingunni Gunnarsdóttur og Auður Skúladóttir komst næst lengst með sinn leik en tapaði honum 2/1.
Í leiknum við GK var baráttan aðeins erfiðari en GK konur sigruðu þann leik 5 – 0 þar sem Hrafnhildur komst lengst með sinn leik eða á lokaholuna.
Á morgun koma okkar konur á heimavöll og etja þar kappi við lið GSS og hefst sá leikur klukkan 9:28 og upplýsingar hér fyrir neðan um þá leiki.

Lið karla er við keppni í eyjunni fögru þar sem þeir eru að leika í 2. deild karla. Okkar piltar byrjuðu daginn með frábærum sigri á liði Kiðjabergs þar sem okkar menn báru 3 -2 sigur úr býtum. Í seinni leik dagsins léku okkar menn við lið heimamanna í GV og töpuðu okka drengir þeim leik 4 -1 og þurfa því góðan sigur á lokadegi til að eiga möguleika á að berjast um að komast í efstu deild. Leikur morgundagsins sem hefst klukkan 8:00 er við sterkt lið Selfoss og óskum við okkar mönnum góðs gengis.

< Fleiri fréttir