• 1. Object
  • 2. Object

-2.8° - A 6 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af aðalfundi GO

 

Kæru félagar,

Á aðalfundi GO 2018 sem haldinn var í golfskálanum á Urriðavelli þann 4. desember var farið yfir reikninga ársins, skýrsla stjórnar lesin og línan lögð fyrir árið 2019, nýtt árgjald var ákveðið og góð mæting var á fundinn. 

 

 

Hægt er að sjá nýja verðskrá hér.  

Hægt er að nálgast ársskýrslu Golfklúbbsins Odds hér.

Á fundinum var Ingjaldur Ásvaldsson óvænt en vel verðskuldað heiðraður með gullmerki golfsambandins og veitti forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson honum merkið fyrir vel unnin störf fyrir GO í gegnum árin. Fór hann í gegnum sögu Ingjalds sem hefur verið viðloðandi golfklúbbinn frá upphafi, setið m.a. í stjórn frá árinu 1993 – 1997 og síðan í ýmsum nefndum á vegum klúbbanna næstu ár. Því næst fór Haukur yfir að Ingjaldur hefði setið í framkvæmdastjórn Styrktar og Líknasjóðs á árunum 2000 – 2013 og þar af sem formaður í 8 ár frá árinu 2005.  Fór hann einnig yfir það að Ingjaldur hefði setið í forystu fyrir ýmsum verkefnum, komið að samskiptum við bæjaryfirvöld og oft verið í forystuhlutverki og  væri í dag í landnýtingarnefnd á vegum StOL ásamt Júlíusi Rafnssyni og væri enn að vinna að málefnum klúbbsins af heilhug. Við óskum Ingjaldi innilega til hamingju með gullmerkið. 

kv. Stjórn GO

 

< Fleiri fréttir