20/08/2017
Keppni okkar liða á Íslandsmóti golfklúbba er lokið og niðurstaða karla og kvennaliðs GO sú sama eða 6. sæti sem tryggir okkar liðum þátttökurétt í efstu deild að ári. Í leikjum dagsins lék karlaliðið við lið GÖ og endaði sá leikur 3/2 fyrir Öndverðarnesi og konurnar okkar léku við Nesklúbbinn og hafði NK sigur í þeim leik 4/1.
Hægt er að kynna sér leiki okkar liða á golf.is í hlekknum hér fyrir neðan.
Leikir A – keppnissveitar karla á Íslandsmóti golfklúbba
Leikir A – keppnissveitar kvenna á Íslandsmóti golfklúbba
Við þökkum okkar keppnisliðum fyrir að keppa fyrir hönd GO þessa helgina, Reynir Daníelsson fór holu í höggi í keppni karla í gær gegn liði Kiðjabergs sem er náttúrulega tilvaliðí holukeppni, erfitt að jafna það. Við óskum einnig Aldísi og Ágústu til hamingju með afmælið en þær áttu báðar afmæli meðan á mótinu stóð í Eyjum. Áfram GO.
Reynir Daníelsson hér á myndinni til vinstri fór holu í höggi á Íslandsmóti golfklúbba. Til hamingju Reynir.