• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af golfferð og starfi GO í febrúar

Eins og flestum er kunnugt er orðið uppselt í afmælis golfferð okkar næsta haust. Við erum að sjálfsögðu afar ánægð með viðbrögðin við ferðinni og á tímabili voru um 40 manns komnir á biðlista. Upphaflega fengum við 80 sæti, en náðum að fjölga þeim upp í 96 og erum þessa dagana að taka inn af biðlista. Í lok þessarar viku, 24. febrúar munum við taka stöðuna á þeim sem eru skráðir og bætum við inn af biðlista ef frekari forföll verða. Því miður mun það verða svo að ekki komast allir með að þessu sinni. 

Kvennanefndnin hefur verið að pútta á laugardögum og hefur mætingin verið fín, auðvitað er nóg pláss og við hvetjum konur í GO til að láta sjá sig þó ekki væri nema fyrir félagsskapinn. 

Gönguhópur GO, hefur ekki misst úr laugardag í vetur frá því að ganga hófst. Flott mæting hefur verið í göngurnar og munum við halda áfram út febrúar og sjá svo til í mars hvernig staðan er. Ganga hefst alltaf stundvíslega klukkan 11:00 og gengið er frá golfskálanum okkar. 

< Fleiri fréttir