• 1. Object
  • 2. Object

-1.9° - NA 4.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af vallarframkvæmdum á Urriðavelli

– Tryggvi Ölver Gunnarsson vallarstjóri skrifar:

 

Í síðustu vikum hófumst við handa við að fíngata flatirnar (minni götun) og er gert til þess að hleypa súrefni ofan í jarðveginn. Fíngötun lauk í morgun og kjölfarið var sáð og sandað. Við vallarstarfsmenn vonumst til þess að þessi aðgerð skili af sér þéttari sverði og að rétt fræ komist á skemmd svæði en ekki óæskilegar grastegundir.

 

Sáning og söndun mun hafa áhrif á leik kylfinga næstu tvo daga en ætti að vera að mestu horfin þegar kemur inn í miðja viku. Einnig hefur verið sáð og sandað í skemmd svæði og álagssvæði á brautum. Hafist var handa á þeirri framkvæmd í síðustu viku og verður haldið áfram í þessari viku.

 

Ég hef einnig verið margoft spurður út í froðu sem verður eftir á flötum og brautum þegar áburður er borinn á völlinn. Forðan er í raun ekkert annað en umhverfisvæn sápa sem brotnar upp og hverfur u.þ.b. klukkustund eftir áburðargjöf. Froðan merkir þau svæði sem búið er að bera á og hjálpar starfsmönnun að viðhalda réttri áburðargjöf á völlinn.

 

Í þessari viku og þeirri næstu verður haldið áfram að ganga frá aksturleið frá klúbbúsi og upp að sjöttu flöt. Um er að ræða þarfar lagfæringar eftir efnisflutninga úr Urriðahollti sem lauk í vor. Í kjölfarið verður hafist handa við lagfæringar á tjörnum Urriðavallar. Byrjað verður á tjörninni við 2. braut. Af þeim sökum verður vellinum snúið og ræst út af 10. teig. Það er gert til að skapa vallarstarfsmönnum frekara svigrúm til að vinna að þessum framkvæmdum.

 

Golfkveðja,
Tryggvi Ölver Gunnarsson
Vallarstjóri Urriðavallar

< Fleiri fréttir