27/05/2019
Það var glæsilegur hópur Oddskvenna sem heimsótti Leynisvöll á Akranesi síðastaliðinn föstudag. Konurnar léku texas scamble mót og sá kvennanefnd um að raða konunum saman. Undirbúningsnefndin færði þakkar á facebooksíðu sinni til þátttakenda og því færum þær þakkir hér áfram til okkar kvenna. Einstök blíða, fallegur völlur og góður félagsskapur var einkenni mótsins.
Keppnin var jöfn og réðu síðustu sex holur úrslitum. Hér fyrir neðan gefur að líta vinningshafa og skor, ásamt upplýsingum um þá sem hlutu nándarverðlaun.
1. verðlaun á 79 höggum eða 54 höggum nettó – 39 högg á seinni 9 og 27 högg á síðustu 6
Ingibjörg Sandholt
Ósk Ingvarsdóttir
Valgerður G. Björnsdóttir
2. verðlaun á 79 höggum eða 54 höggum nettó – 39 högg á seinni 9 og 28 högg á síðustu 6
Anna S. Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Barðadóttir
Björk Kristjánsdóttir
Guðlaug Lýðsdóttir
3. verðlaun á 79 höggum eða 54 höggum nettó – 41 högg á seinni 9 og 27 högg á síðustu 6
Halla Bjarnadóttir
Guðrún H. Gestsdóttir
Hafdís Hilmarsdóttir
Salvör K. Héðinsdóttir
Nándarverðlaun hlutu:
3. braut Margrét Kristinsdóttir 5,50 m.
8. braut Jóhanna Olsen 0,45 m.
14. braut Bryndís Theódórsdóttir 10,54 m.
18. braut Kristín Erna Guðmundsdóttir 2,26 m.