• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af vorfundi

Gleðilegt sumar kæru félagsmenn.

Það var fjölmenni á  vorfundi á Urriðavelli í dag og næstum ekki húsrúm fyrir alla, en þröngt mega sáttir sitja og standa og greinilegt að spenna er í loftinu fyrir komandi golfsumri. 

Kári Sölmundarson formaður GO opnaði fundinn og fór yfir liðinn vetur í stuttu máli. Helstu umskipti vetrarins vori breytingar í starfsmannamálum þar sem Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri til 10 ára hafði komið að máli við Kára að stíga úr starfi og við því vart brugðist og nýr maður fenginn í starfið með mikla reynslu úr íþróttahreyfingunni. Ráðinn var til starfsins Haraldur Haraldsson, fyrrum formaður Víkings til 15 ára sem hafði ætlað sér í létta pása eftir mikinn stígandi í starfi Víkings en gat ekki sagt nei við starfi í Golfklúbbnum Oddi þegar til hans var leitað. Við bjóðum Harald innilega velkominn til starfa. 
Kára heiðraði svo Þorvald Þorsteinsson fyrir sín störf fyrir klúbbinn síðustu 10 ár en sagði einnig frá því að Þorvaldur myndi vera í hlutastarfi í bókhaldi og við stækkun gofvallarins eitthvað inn í árið og lengur ef vel gengur.

Haraldur tók við af Kára á fundinum og sagði aðeins nánari deili á sér sjálfum og tók svo til máls með framkvæmdir vetrarins og ástands golfsvæðisins í dag og hvers yrða að vænta á vormánuðum. Stefnt er á opnun 10. maí og þrátt fyrir að svæðið sé ekki allt komið á sprett í sprettu þá standa vonir til að veðurfarið næstu vikur muni gera heilmikið fyrir völlinn og fram kom að miðað við venjulegt ár væri t.d. vökvun okkur um tveimur vikum á undan venjulegu ári og það mun alltaf hjálpa segir vallarstjóri. 

 

Kári tók við umræðum aftur þegar hann kynnti breytingar á rástíma skráningu en ráðgert er að fara í 30 daga opnun á rástímum, 4 bókanir áfram leyfðar og opna á fyrir valmöguleika að bóka sig samdægurs án þess að það hafi áhrif á bókunarstöðu þessara 4ra bókana sem hver hefur til umráða. 
Hækkun gjaldskrár var svo kynnt en til að draga úr aðgangi gesta og gefa félagsmönnum frekari möguleika á að nýta þá tíma sem eru í boði mun lægsta gjald (gestagjald) vera 12.000 kr., almennt gjald til aðila innan GSÍ verður 15.000 kr. og félagar utan GSÍ og erlendir gestir greiða 20.000 kr. 
Hægt verður að kynna sér gjaldskrá á heimasíðu fljótlega en unnið er að uppfærslu á gjaldskrá. 

Haraldur fór svo yfir mótadagskrá sumarsins, sagði frá Íslandsmóti kvenna í holukeppni sem fram fer á vellinum í júní, Collab mótaröðin verður á sínum stað, Meistaramótið að sjálfsögðu einnig en skoðað verður hvort ástæða sé til að hafa niðurskurð í ákveðnum flokkum til að létta á álagi á lokadögum hvers flokks. Plokkdagur var kynntur 1. maí, mælting klukkan 10:30, boðið upp á grill um 12:00 og hefðbundin hreinsunarstörf í boði. 

Í lok fundar var svo komið að heiðursstund að nýju en Kári tók þá við keflinu að nýju og kallaði Tryggva Ölver Gunnarsson, vallarstjórann okkar fram á gólf og tilefnið var 25 ára starfsafmæli hans hér sem hann var heiðraður fyrir með blómvönd og gjöf frá klúbbnum. Kári mærði Tryggva endurtekið og það var sannarlega happafengur fyrir golfsvæðið hér að fá hann til starfa og verður mikilvægt fyrir okkur að hafa hann með á þeirri vegferð stækkunar hér svo allt verði nú ekki síðra og örugglega betra en það er í dag þegar við verðum komin í 27 holur. Kári gaf því minnst 15 ár í viðbót áður en Tryggvi mætti fara að hugsa sér að láta af störfum. 

Það var svo boðið í veglegar veitingar í lok fundar helst til heiðurs Tryggva en einnig Þorvaldar og svo að sjálfsögðu í tilefni sumars. 

Gleðilegt golfsumar. 

 

< Fleiri fréttir