• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram í gærkvöld. Til stjórnar voru framboð í samræmi við embætti og því sjálfkjörið í stjórn á fundinum. Elín Hrönn Ólafsdóttir var endurkjörin formaður. Kosnir til tveggja ára voru þeir Einar Geir Jónsson og Kári Sölmundarson en þeir sátu báðir í síðustu stjórn og Halla Halgrímsdóttir situr áfram í stjórn í eitt ár. Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir til starfa þau Berglind Rut Hilmarsdóttir og Auðunn Örn Gylfason.

 

 

Stjórn GO 2017-2018:
Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður
Einar Geir Jónsson
Halla Hallgrímsdóttir
Kári Sölmundarson,
Berglind Rut Hilmarsdóttir,
Auðunn Örn Gylfason,varamaður

Áhersla var lögð á fjármál og rekstur á starfsárinu

Eins og þeir sjá sem fletta í gegnum reikninga félagsins þá hefur orðið nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins frá síðasta ári. Viðsnúningur sem stjórnin er afar stolt af enda var farið af stað í upphafi árs með það að markmiði að leggja áherslu á fjármál og rekstur klúbbsins. Góð samvinna, aukið eftirlit, aðhaldssemi í rekstri og gott veðurfar spilar hér stórt hlutverk. 

Rekstrartekjur klúbbsins voru 173,7 milljónir króna á starfsárinu og jukust um rúmar 4 milljónir á milli ára. Rekstargjöld voru aftur á móti 165,3 milljónir króna 2017 á móti 173,7 milljónum á árinu 2016. Niðurstaðan því hagnaður um 6,7 milljónir króna á árinu.

Ársskýrsla GO 2017

Gjaldskrá næsta árs
Stjórn GO bar upp tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2018 sem var samþykkt án athugasemda af þeim félagsmönnum sem sóttu aðalfund GO í gærkvöldi.

Ein almenn breyting  var gerð á gjaldskrá en hún fól í sér að félagsmenn 85 ára og eldri greiða 30 % af fullu félagsgjaldi.

Félagsgjöld 2018:

Félagsgjöld GO 2018 Gjald
Félagsmenn 26-66 ára 114.900
Félagsmenn 67 ára og eldri 91.900
Félagsmenn 85 ára og eldri 34.500
Félagsmenn 18-25 ára 54.500
Börn og unglingar 17 ára og yngri 34.500
  ———
Systkinaafsláttur:  
– Tvö systkini 44.500
– Þrjú systkini 55.500
– Fjögur systkini 66.500
Inntökugjald 15.000
Nýtt félagsskírteini 700
< Fleiri fréttir