• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir og lokastaða á Íslandsmóti golfklúbba 50+ hjá keppnissveitum GO

Karla og kvenna keppnislið GO í 50+ flokkum stóðu í ströngu á suðurnesjum í lok síðustu viku þar sem keppni á Íslandsmóti golfklúbba fór fram. Konurnar léku á Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og karlanir léku sitt mót í Sandgerði á Kálfatjarnarvelli.

Karlalið GO komst í undanúrslit og lék við lið Setbergs um sæti í úrslitum en sá leikur tapaðist 3,5 / 1,5 og því mættu okkar menn liði Mosfellsbæjar sem tapaði fyrir Golfklúbbi Vestmannaeyja í hinum undanúrslitaleiknum. Leikurinn við Mosfellinga var hörkuspennandi en þar höfðu GM menn sigur að lokum 3,5 / 1,5.

Kvennalið GO lék í hörkuriðli og í fyrsta leik báru okkar konur sigurorð á liði Nesklúbbsins. Í næsta leik mættu þær liði Leyniskvenna og tapaðist sá leikur 4 / 1 og í lokaleik í riðlinum mættu þær sterku liði GR kvenna og þar fóru GR konur með öruggan 5 / 0 sigur af hólmi. Okkar konur léku því í keppni um 5 – 8 sæti þar sem þeir lönduðu 5. sæti nokkuð örugglega þrátt fyrir tap fyrir liðið Vestmannaeyja 3 / 2 þá dugði góður 4 / 1 sigur á liði Mosfellsbæjar til að tryggja 5. sætið.

Hægt er að skoða úrslit allra leikja í kvennaflokki með því að smella hér og í karlaflokki með því að smella hér.

Frá vinstri í efri röð, Ágústa Arna Grétarsdóttir, Björg Þórarinsdóttir, Unnur Helga Kristjánsdóttir, Anna María Sigurðardóttir. Í neðri röð frá vinstri, Aldís Björg Arnardóttir, Helga Björg Steinþórsdóttir, Dídí Ásgeirsdóttir og Laufey SIgurðardóttir á myndina vantar Huldu Hallgrímsdóttir.
Efri röð Ingi Þór Hermannsson, Sigurhans Vignir, Jóhann Pétur Guðjónsson og Davíð Arnar Þórisson. Í neðri röð Guðjón Steinarsson, Phill Hunter, Óskar Bjarni Ingason og Svavar Geir Svavarsson. Á myndina vantar Þór Geirsson.
< Fleiri fréttir