07/09/2021
Það var hörkuspenna og skemmtilegt lokamót á lokadegi í liðakeppni GO í ár. Lokamótið var leikið með fyrirkomulaginu 2- 6 manna betri bolti þar sem leitað var að besta skori liðs á holu og því gat góður og samstilltur dagur skilað góðu skori.
Liðið Þorparar náði að stilla strengi dagsins best og skilaði skori upp á 50 punkta en önnur lið voru skammt undan og lið Sigurvegaranna skilaði 49 punktum og liðið Fyrirsæturnar skilaði sér í þriðja sæti og tryggði sér þannig efsta sætið í liðakeppninni í ár og það annað árið í röð.
Fyrirsæturnar í ár voru Björg Þórarinsdóttir, Dídí Ásgeirsdóttir, Bergþóra María Bergþórsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ása Finnsdóttir og Hervör Lilja Þorvaldsdóttir. Þær voru sannarlega vel að sigrinum komnar í ár en þær náðu fyrsta, öðru og þriðja sæti í þremur af 6 mótum sumarsins og þannig flestum punktum en þrjú bestu mót sumarsins töldu hjá hverju liði. Heildarúrslit eru hér neðar í skjali og einnig úrslit úr síðasta mótinu hér aðeins neðar. VIð þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í ár og vonum að við náum að halda mótið að ári með sama fjölda keppnisliða en í ár var algjör metþátttaka. Við færum styrktaraðilum mótsins einnig sérstakar þakkir en án þeirra væri þessi stóra umgjörð ómöguleg en heildarverðmæti vinninga er yfir 2,200,000 þegar allt er talið sem skiptist á c.a. 15 lið.
urslit-vinnuskjal