• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fyrsti sláttur á Urriðavelli

Fyrsti sláttur á flötum Urriðavallar hófst í dag. Flatirnar hafa aðeins tekið við sér eftir að hitastig fór að hækka og loksins var orðið tímabært að slá flatirnar.

Kristinn Jónsson vallarstarfsmaður fór yfir 18. flöt í dag á handsláttuvél og var sláttuhæðin 0,8 cm að þessu sinni. Sláttuhæðin mun lækka áður en völlurinn verður opnaður. Flatirnar eru fyrst um sinn slegnar með handsláttuvél en verða líklega slegnar með ásetuvél á næstu dögum.

Eins og sjá má á þessu myndum þá er líf farið að færast í Urriðavöll og standa vonir til að hægt verði að opna völlinn fyrr en síðar. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun á hvenær Urriðavöllur opnar en búast má við að sú ákvörðun liggi fyrir í vikunni.

[Best_Wordpress_Gallery id=”5″ gal_title=”Fyrsti sláttur á Urriðavelli”]

< Fleiri fréttir