22/04/2016
Fyrsti sláttur á flötum Urriðavallar fór fram í dag, 22. apríl. Kristján Kristjánsson, nýr starfsmaður hjá okkur á Urriðavelli, sá um sláttinn sem var í 8mm hæð. Margar flatir koma mjög vel undan vetri og eru í betra ásigkomulagi en oft áður á þessum árstíma.
Fyrsti sláttur er fyrirboði golfsumarsins sem hefst í næsta mánuði hér á Urriðavelli. Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri á Urriðavelli, mun fræða félagsmenn um væntanlega opnun á golfsvæðisins á félagsfundi n.k. sunnudag í golfskálanum kl. 16:00. Þeir sem eru spenntir eftir upplýsingum um opnun ættu ekki að láta fundinn framhjá sér fara.