• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Geðsveiflan styrktarviðburður

Geðsveiflan styrktarmót til handa Geðhjálpb fer fram á Urriðavelli í Garðabæ þann 21. Júní

Um að ræða viðburð þar sem Guðmundur Hafþórsson félagsmaður í GO kemur til með að spila golf í 24 klukkustundir og samhliða rástímum Guðmundar verður í boði að kaupa pláss og taka þátt í „litlu“ móti.  Árið 2014 synti Guðmundur í sólarhring til styrktar Líf styrktarfélags og nú 10 árum síðar er ætlunin að endurtaka leikinn á Urriðavelli og spila golf í sólarhring og styrkja um leið Geðhjálp. 

Skráning í mótið beint hér

SMELLTU HÉR TIL AÐ STYRKJA VIÐBURÐINN ÁN ÞÁTTTÖKU Í MÓTI

Í hvert sinn sem Guðmundur byrjar hring þá fara 3 holl út í mótinu af stað eða 12 spilarar (Guðmundur meðtalinn). 

Í mótinu eru einungis 55 pláss í boði. 
Rástímar eru eftirfarandi (miðað við 1.holl) 
11:57 – 12:06 – 12:15
16:45 – 16:54 – 17:03
21:33 – 21:42 – 21:51
 02:30 – 02:39 – 02:48
 07:36 – 07:45 – 07:54

Hvert pláss kostar 25.000 kr. eða hollið á 100.000 kr. og fer ágóðinn óskiptur til Geðhjálpar.

Við hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að styðja þetta frábæra málefni.  
  
Mótsfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf. Frábær verðlaun í karla og kvennaflokki. 

< Fleiri fréttir