• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Glæsileg verðlaun í Wilson Staff Open

Wilson Staff Open mótið fer fram á Urriðavelli föstudaginn 2. september næstkomandi. Glæsileg verðlaun verða í boði í mótinu en ræst verður út á öllum teigum Urriðavallar kl. 15:00.

Óhætt er að segja að glæsileg verðlaun verði í boði en veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í höggleik og efstu þrjú sætin í punktakeppni. Einnig verða veitt glæsileg nándarverðlaun.

Fari kylfingur holu í höggi á 13. braut fær hann glæsilegt golfsett frá Wilson með öllu inniföldu að verðmæti 300 þúsund krónum. Allir keppendur fá Wilson Staff golfbolta í teiggjöf. Dregið verður úr skorkortum í mótslok þar sem glæsileg verðlaun eru í boði.

Skráning fer fram á golf.is

Verðlaun í Wilson Staff Open mótinu á Urriðavelli:

Höggleikur án forgjafar:

  1. sæti – 40.000 kr. vöruúttekt í Leonard.
  2. sæti – 30.000 kr. vöruúttekt í Leonard.
  3. sæti – 20.000 kr. vöruúttekt í Leonard.

Punktakeppni með forgjöf:

  1. sæti – 40.000 kr. vöruúttekt í Leonard.
  2. sæti – 30.000 kr. vöruúttekt í Leonard.
  3. sæti – 20.000 kr. vöruúttekt í Leonard

Nándarverðlaun:

Næstur holu á 4. braut:
Suunto úr að verðmæti 40.000 kr. þar (Ambit3 run eða sport)

Útdráttarverðlaun úr skorkortum:
Suunto Ambit GPS úr að verðmæti 70.000 kr.
Wilson Staff  D200 að verðmæti 50.000 kr.
Wilson Staff 19° Hybrid  Verðmæti  24.000 kr
Wilson Staff 60°fleigjárn Verðmæti 15.000 kr

Verðlaun fyrir holu í höggi á 13. holu:
Wilson Staff 4-PW járnasett,  Driver, 3-tré, Hybrid,  pútter og burðarpoki að eigin vali…..Samtals að verðmæti 300.000 kr.

< Fleiri fréttir