23/12/2016
Starfsmenn og stjórn Golfklúbbsins Odds færir félagsmönnum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með von um farsælt komandi ár. Árið 2016 var afar stórt ár í sögu Golfklúbbsins Odds og þar stendur Evrópumót kvennalandsliða líklega upp úr. Frábært ár senn að baki þar sem veðurguðirnir reyndust okkur kylfingum á Urriðavelli sérstaklega hliðhollir.
Það er með tilhlökkun sem við förum inn í árið 2017 – staðráðin í að gera enn betur.
Gleðileg jól og sjáumst á Urriðavelli á nýju ári!