• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO Karlar keppa í 2. deild – uppfært – móti lokið

2. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba er leikin á Akranesi á Garðavelli dagana 24. – 26. júlí og keppnissveit GO karla er meðal þeirra liða sem sækjast eftir því að komast upp í 1. deild.

Keppnissveit GO skipa þeir Óskar Bjarni Ingason, Ernir Steinn Arnarsson, Rögnvaldur Magnússon, Skúli Ágúst Arnarson, Theodór Sölvi Blöndal, Bjarki Þór Davíðsson, Axel Óli Sigurjónsson og Atli Elíasson.

Okkar menn léku fyrsta leik við Nesklúbbinn, í öðrum leik mættu þeir Golfklúbbi Selfoss og í þriðja leik liði Golfklúbbs Skagafjarðar. Leikurinn við Nesklúbbinn var hörkuspennandi en svo fór að lokum að okkar menn töpuðu honum 3/2. Í leiknum við Selfoss var mikil keppni sem endaði þannig að Selfyssingar náðu að sigra 4 /1. Þegar kom að þriðja leiknum í riðlinum voru okkar menn komnir í gang og kláruðu þann leik 3 / 2 gegn liði Skagafjarðar. Fjórði leikur liðsins var svo leikinn í eftirmiðdaginn á laugardeginum og þar tóku okkar menn sinn leik örugglega 4 / 1 gegn liði Húsavíkur. Lokaleikur okkar manna var svo við lið Kiðjabergs þar sem leikið var um 5. sætið á mótinu og þar voru okkar menn á flugi og kláruðu þann leik örugglega 4 – 1. Hægt er að skoða gang mála á golf.is í þessum hlekk hér 2.deild karla

< Fleiri fréttir