• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO og GOF endurnýjuðu nýlega leigusamning tækja og aðstöðu á Urriðavelli

Kári Sölmundarson formaður GO og Ragnar Halldórsson formaður GOF ásamt stjórnarmönnum klúbbanna undirrituðu á dögunum nýjan leigusamning um land og allar eignir á golfvallarsvæðinu í Urriðavatnsdölum til næstu 5. ára.   Samningurinn er á svipuðum nótum og verið hefur undanfarin ár.

Meðal þess sem nýr samningur færir Golfklúbbnum Oddi er að ráðist verður í nauðsynleg vélakaup á næstu tveimur árum sem mun koma sér gífurlega vel fyrir reksturinn þar sem yngsta vél á svæðinu í dag er frá 2014. Munu ný tæki væntanlega  aðstoða vel við að halda Urriðavelli áfram í hæðsta gæðaflokki.

Sigurður Ingi Halldórsson GOF og Berglind Rut Hilmarsdóttir GO stjórnarmenn undirrita samninginn.
Ragnar Halldórsson GOF og Kári H. Sölmundarson formenn klúbbanna takast í hendur eins og leyft er í dag á Covid-tímum.
Það var ekki þétt setið enda allir að gæta að passlegri fjarlægð milli aðila.

< Fleiri fréttir