• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Góður árangur hjá sveitum GO í Íslandsmóti golfklúbba

Golfklúbburinn Oddur sendi fjórar sveitir til keppni í Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór um helgina. Keppt var í flokkum eldri kylfinga og í flokkum unglinga.

Sveit eldri kylfinga karla náði frábærum árangri á Húsatóftavelli í Grindavík og hafnaði í öðru sæti eftir tap í úrslitaleik gegn sterkri sveit GR. Áður hafði sveit GO unnið GA í undanúrslitum 3-2. Alls vann GO þrjá leiki í keppninni og tapaði tveimur leikjum.

Karlasveit eldri kylfinga GO skipuðu eftirfarandi:
Bragi Þorsteinn Bragason
Guðjón Steinarsson
Gunnlaugur Magnússon
Hafsteinn E. Hafsteinsson
Magnús Birgisson
Magnús Ólafsson
Vignir Sigurðsson
Þór Geirsson
Ægir Vopni Ármannsson

gokarlar

Konurnar sigruðu 2. deildina

Kvennasveit eldri kylfinga kvenna stóð sig frábærlega í Öndverðarnesi og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild kvenna. Þar með er ljóst að konurnar leika í efstu deild á næsta ári. Sveit GO hafði betur gegn Golfklúbbi Selfoss í úrslitaleik, 2-1.

Kvennasveit eldri kylfinga GO skipuðu eftifarandi:
Aldís Björg Arnardóttir
Anna María Sigurðardóttir
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Hulda Hallgrímsdóttir
Jóhann Dröfn Kristinsdóttir

13895031_1184355651614568_6372565893885684646_n

Flottur árangur hjá unglingunum

Golfklúbburinn Oddur sendi tvær sveitir í flokki unglinga. Í flokki 18 ára og yngri lék sveit GO á Strandarvelli á Hellu og varð sveitin í 11. sæti. GO fór í C-riðil eftir höggleikinn og hafði betur gegn Leyni í fyrri leik, 2-1 en tapaði svo fyrir GK-b í seinni leiknum.

Sveit GO 18 ára og yngri:
Brynjar Örn Grétarsson
Jón Otti Sigurjónsson
Ólöf Agnes Arnardóttir
Róbert Atli Svavarsson

13907034_10153528981961191_4691923810025244791_n

Í flokki 15 ára og yngri þá stóð sveit GO sig mjög vel. Sveitin var í 10. sæti eftir höggleikinn eftir vaska framgöngu. Liðið fór í D-riðil og lék að lokum um 13. sætið gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sá leikur tapaðist og því var 14. sæti staðreynd hjá okkur ungu drengjum sem sýndu frábæra frammistöðu á köflum og geta verið stoltir af sinni spilamennsku.

Sveit GO 15 ára og yngri:
Axel Óli Sigurjónsson
Egill Úlfarsson
Ívar Andri Hannesson
Magnús Skúli Magnússon

13938118_1183272615056205_337580729420304417_o

< Fleiri fréttir