• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfárinu fer senn að ljúka – haustverk hafin

Nú er kominn sá tími að árleg haustverk hefjast til undirbúnings lokunar á Urriðavelli. Hluti af því er að loka salernum á vellinum þar sem við þurfum að tæma vatnslagnir svo ekki verði tjón á þeim sökum frosts þegar fram í mánuðinn sækir.  Ein afleiða af vatnsleysinu er sú að þvottur á golfboltum hættir sjálfkrafa en við stefnum á að æfingasvæðið verði áfram opið í vetur eins og undanfarin ár. Búast má við að lokun á þessu verði frá og með 2. október.

Veitingaþjónustan á Urriðavelli mun halda áfram næstu daga en í breyttri mynd þar sem grillinu hefur verið lokað. Við munum sinna þeim gestum sem hingað sækja og bjóða upp samlokur og annað úr borði og kaffi og þá drykki sem til eru á svæðinu svona meðan einhver umferð er á völlinn en við búumst við að opið verði fram í miðjan október á vellinum eða eins og veður leyfir.
Næstkomandi laugardag er salurinn lokaður vegna veislu frá klukkan 17:00.

Eins og kylfingar hafa orðið varir við undanfarna góðviðrisdaga þá höfum við þurft að loka vellinum á morgnana og búast má við því áfram þessar vikur í október meðan næturfrostið lætur sjá sig.

< Fleiri fréttir