• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfgleði GO – 17. júní

GOLFGLEÐI GO 17. JÚNÍ – GREENSOME MÓT (2 SAMAN Í LIÐI)

Við ætlum að halda í hefðina og slá til golfveislu á 17. júní til að fagna þjóðhátíðardeginum og eiga saman góða stund í Golfgleði GO 2021. Ræst er út af öllum teigum klukkan 9:00, mæting tímalega, léttur morgunverður frá 8:00, leikið er greensome þar sem tveir skipa lið saman, morgunverður fyrir leik og hádegisverður að loknu móti og allt saman innifalið í mótsgjaldi.

ATHUGIÐ- TIL AÐ SKRÁ Í MÓT ÞARF AÐ SKRÁ TVO LEIKMENN (LIÐ)
 

LEIKFYRIRKOMULAG ER GREENSOME, ÞAR SEM TVEIR LEIKA SAMAN Í LIÐI OG MÁ LIÐIÐ VERA SKIPAÐ EINS OG HVERT LIÐ VILL. KONUR SAMAN, KARLAR SAMAN, FEÐGIN, MÆÐGIN, UNGUR, GAMALL, PÖR, HJÓN EÐA EKKI HJÓN.  

HVERNIG SPILUM VIÐ GREENSOME….
TVEIR LEIKMENN LEIKA SAMAN Í GREENSOME. BÁÐIR SLÁ AF TEIG OG VELJA SÍÐAN BETRA TEIGHÖGGIÐ. EFTIR ÞAÐ ER SLEGIÐ TIL SKIPTIS, SÁ SEM ÁTTI TEIGHÖGGIÐ SEM VAR EKKI VALIÐ SLÆR ÞÁ ANNAÐ HÖGGIÐ OG SVO KOLL AF KOLLI ÞANGAÐ TIL LEIKMENN KLÁRA HOLUNA

Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf.

RÆST VERÐUR ÚT AF ÖLLUM TEIGUM KLUKKAN 9:00.
MÆTING Á SVÆÐIÐ KLUKKAN 8:00 ALLIR TILBÚNIR 8:45 

GLÆSILEG VERÐLAUN FYRIR ÞRJÚ EFSTU SÆTIN.

NÁNDARVERÐLAUN Á ÖLLUM PAR 3 BRAUTUM VALLARINS.

LENGSTU TEIGHÖGG KVENNA Á 3. braut og KARLA Á 11. braut

MÓTSGJALD EINUNGIS 5000 kr. á mann.

​​​​​​​Keppt er í:   Höggleik með forgjöf.
Hámarks leikforgjöf í mótinu er 28 hjá konum og 24 hjá körlum.

Til að flýta útreikningi skors biðjum við ykkur um að skila inn útfylltu korti þar sem búið er að leggja saman og draga forgjöf frá.
Ef jafnt er eftir 18 holur er betra skor á seinni 9 talið. Síðan 6 síðan 3 og lokum frá 18 holu og upp. Ef keppendur standa enn jafnir þá er varpað hlutkesti. 
Að varpa hlutkesti telst vera: Peningi kastað upp eða dregið úr spilum.

Góða skemmtun og gleðilega þjóðhátíð.

< Fleiri fréttir