• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga.

Golfklúbburinn Oddur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í golfskála klúbbsins við Urriðavöll í Urriðavatnsdölum, Garðabæ.

Veitingastaðurinn er bjartur og fallegur og tekur um 100 manns í sæti. Meginhlutverk rekstrarins er að þjóna gestum golfklúbbsins á þeim tíma sem golfvöllurinn er opinn frá maí og fram í október.

Veitingastaðurinn gegnir lykilhlutverki í þeirri viðleitni að skapa eftirsóknarvert umhverfi á og við golfvöllinn.

Utan golfvertíðar nýtist veitingastaðurinn til almennra veisluhalda og annarrar sambærilegrar þjónustu.

Umhverfi golfklúbbsins Odds í Urriðavatnsdölum er rómað fyrir náttúrufegurð og veðurblíðu og býður aðstaðan utandyra uppá ýmsa kosti fyrir veitingaþjónustu.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á póstfangið oddur@oddur.is fyrir föstudaginn 25. febrúar næstkomandi.

Vinsamlegast greinið frá reynslu af veitingarekstri og/eða veisluþjónustu.

< Fleiri fréttir