• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfklúbburinn Oddur og Golfhöllin gera samstarfssamning

Golfklúbburinn Oddur og Golfhöllin hafa undirritað samning um sérkjör fyrir félagsmenn GO í glæsilegri inniaðstöðu sem opnaði nú nýverið á Fiskislóð 53-59 á Granda. Með samningnum vill Golfklúbburinn Oddur bæta þjónustu sína við félagsmenn sem geta þá nýtt sér aðstöðu til inniæfinga yfir vetrartímann og átt góða stund í góðra vina hópi á góðum kjörum.

Í golfhöllinni verða 14 Trackman golfhermar af nýjustu gerð, aðstaðan er ætluð kylfingum á öllum getustigum og því tilvalið fyrir einstaklinga og hópa að bóka sér fasta tíma til æfinga í vetur. Á staðnum verður einnig hægt að kaupa veitingar í formi drykkja ýmist beint á golfbása eða til að njóta í glæsilegri setustofu í móttöku Golfhallarinnar.

Félagsmönnum GO stendur til boða sérstakt inngöngutilboð á meðlimagjaldi hjá Golfhöllinni. Meðlimagjald fyrir félagsmenn GO er 24.500  krónur (fullt verð 29.900 krónur). Innifalið í meðlimagjaldi eru 5* 60 mínútur í golfhermi sem nota má að vild.  

Þeir sem gerast meðlimir Golfhallarinnar geta síðan bókað 50 klst yfir veturinn með 25% afslætti af verðskrá ásamt fjölda annarra fríðinda eins og spilarétti í mótum sem haldin verða í vetur á vegum Golfhallarinnar, afsláttar í kennslu og önnur námskeið. (Sjá verðskrá hér fyrir neðan)
 
Golfkúbburinn Oddur mun svo standa fyrir golfhermamóti fyrir meðlimi GO í Golfhöllinni sem auglýst verður síðar. 

Þegar hefur verið opnað fyrir forbókanir á föstum tímum hjá Golfhöllinni í vetur og er hægt að senda tölvupóst á golfhollin@golfhollin.is til að tryggja sér fasta tíma.

Helstu upplýsingar sem þurfa að koma fram í forbókun:

Hvaða dagar

Hversu margir hermar

Klukkan hvað og hve lengi í senn

Nafn og síma þess sem pantar

Félagsmaður í GO 


Við hlökkum til samstarfsins og vonumst til að félagsmenn komi til með að nýta sér þá þjónustu sem í boði verður hjá Golfhöllinni í vetur.

Hægt er að kynna sér golfhöllina frekar á heimasíðu þeirra https://www.golfhollin.is/ eða á facebook síðu þeirra https://www.facebook.com/golfhollin

< Fleiri fréttir