• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfleikjanámskeið 2023

Dagsetningar fyrir námskeiðin í sumar eru eftirfarandi:

  1. námskeið: 12. – 16. júní (5 dagar) 
  2. námskeið: 19. – 23. júní (5 dagar)
  3. námskeið: 26. – 30. júní (5 dagar)
  4. námskeið: 10. júlí. – 14. júlí (5 dagar)


    Athugið að námskeiðstími er frá 9:00 – 12:00.
    Námskeiðin eru ætluð börnum frá 6 – 12 ára (fædd 2010 – 2016).
    Verð fyrir 5 daga námskeið er 17.000 kr.  

    Helstu upplýsingar um námskeiðin má lesa hér.

Skráning fer fram í gegnum Sideline Sports (XPS) – SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ 

Athugið að til að skrá barn á golfleikjanámskeið er hægt að ganga frá skráningu í gegnum hlekkinn hér fyrir ofan. Velja þarf Golfklúbbinn Odd, þar er svo óskað eftir skráningu inn í kerfið með rafrænum skilríkjum. Í kjölfarið opnast valmynd þar sem viðkomandi forráðamaður getur valið sitt barn sem iðkanda og þá birtist það úrval golfleikjanámskeiða sem er í boði. Kerfið ætti svo að leiða ykkur áfram í greiðslu á námskeiðsgjaldi.

ATHUGIÐ- aðeins forráðamenn geta skráð barn beint í gegnum kerfið en hægt er að hafa samband við Hrafnhildi á netfangið hrafnhildur@oddur.is eða skrifstofa@oddur.is og við skráum þann aðila sem greiða skal námskeiðið sem forráðamann í kerfinu svo hægt sé að klára skráningu.

Einnig er hægt að ná sér í app sem kallast “XPS Network”, þegar það er klárt er hægt að bóka á námskeið með því skrá inn með rafrænum skilríkjum. Ef ykkur vantar aðstoð við skráningu þá endilega hafið samband við skrifstofu GO.

Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá félagsaðild að Golfklúbbnum Oddi svokallaða ljúflingsaðild og geta haldið áfram að spila allt sumarið á okkar frábæra æfingavelli Ljúflingi.

Hjá GO verður í boði að skrá börn á sumaræfingar í kjölfar golfnámskeiða og eru þær æfingar einungis hugsaðar fyrir aldurshópinn 9 ára (2014) – 14 ára (2009) en yngri iðkendur í samráði við Hrafnhildi íþróttastjóra. Í boði er að skrá börn í aðild og æfingar strax frá opnun golfvallar og ættu þeir valmöguleikar að birtast þegar þið skráið ykkur inn í XPS íþrótta og greiðslukerfið.

Kennarar og leiðbeinendur:

Golfkennsla er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar ásamt því að með þeim starfa PGA nemar og aðrir leiðbeinendur úr íþrótta og unglingastarfi GO.

Smellið á Golfklúbbinn Odd og þaðan farið þið í valmynd til að skrá ykkur inn með rafrænum skilríkjum.

Smellið á réttan iðkenda með því að smella á skammstöfun viðkomandi og þá ættu valmöguleikar viðkomandi að opnast.

< Fleiri fréttir