• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfreglunámskeið

Golfreglunámskeið Þórðar Ingasonar
Fimmtudagskvöldið 28.júní klukkan 20:00

Að þessu sinni ætlum við að brjóta upp hefðina og halda reglunámskeiðið úti og þar mun Þórður Ingason alþjóðadómari fræða áhugasama kylfinga með sýnikennslu um helstu golfreglur sem nauðsynlegt er að kunna.

Námskeiðið fer fram fimmtudagskvöldið 28. júní og hefst kl. 20:00 strax á eftir þeim HM leikjum sem í gangi eru þann dag og því tilvalið að kíkja snemma í golfskálann horfa á HM og klæða sig svo í góð og hlý útiföt og fá frábæra fræðslu um helstu golfreglurnar.

Félagar hvattir til að fjölmenna og kynna sér hinar margslungnu reglur golfíþróttarinnar og það er öruggt að það hjálpar að kunna reglurnar.

< Fleiri fréttir