• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfreglunámskeið Þórðar Ingasonar

Fimmtudaginn 27. maí klukkan 20:00 í golfskálanum á Urriðavelli.

Við þurfum öll að rifja upp golfreglurnar og læra hvernig hægt er að nýta sér þær til að ná betra skori eða alla veganna réttu skori svo leikurinn sé sanngjarn manna á milli. Þórður Ingason ætlar að fara yfir allar helstu golfreglurnar og vonandi geta kylfingar bætt skor sitt í kjölfarið.

Á síðustu árum hefur orðið mikil bæting í útgáfu á aðgengilegu efni til útskýringa á helstu golfreglunum og mun Þórður renna í gegnum það hvernig kylfingar geta nálgast það efni sjálfir til að bæta þekkingu sína. Hægt er að smella á hnappinn fyrir neðan myndina hér fyrir neðan til að fara inn á vef R&A þar sem golfreglurnar eru aðgengilegar á íslensku. 

Einnig er hægt að nálgast app í símann sem gott er að renna í gegnum ef við lendum í þeim aðstæðum að þurfa að leita svara við golfreglum sem einhver golffélaginn var líklega að brjóta eða maður sjálfur. 

< Fleiri fréttir