• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Grand sigraði í Powerade-mótaröðinni

Powerade-mótaröðinni lauk sl. laugardag þegar fimmta og síðasta mót sumarsins fór fram. Mikil spenna var fyrir lokamótið en að lokum var það lið Grand sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni.

Grand hlaut 3.630 stig í sumar en þrjú bestu mótin af fimm giltu til stiga. Lið Grand var skipað eftirfarandi kylfingum: Erla Pétursdóttir, Lilja Elísabet Garðarsdóttir, Valgerður Torfadóttir, Sybil Gréta Kristinsdóttir, Ragnar Gíslason og Birna Hafnfjörð Rafnsdóttir. Þau fengu að launum vegleg gjafabréf frá Icelandair.

10 efstu sætin í liðakeppninni fengu verðlaun og einnig voru veitt nándarverðlaun í öllum mótum sumarsins.

Efstu 10 liðin í Powerade-mótaröðinni 2016:
1 Grand 3630 stig
2 Hi-Five 3315
3 Grænu sveðjurnar 3277,5
4 Pinnarnir 3187,5
5 DoubleD LakkaLakk 3015
6 Poppar 2730
7 Sex urriðar 2715
8 6 fuglar 2602,5
9 Greenarar 2452,5
10 Fyrirsæturnar 2227,5

Nándarverðlaun í 5. móti Powerade-mótaraðarinnar:
4 braut: Valgerður Torfadóttir 75 cm
8 braut: Laufey Sigurðardóttir 84 cm
13 braut: Ellert Sigurþórsson 44 cm
15 braut: Ragnar Gíslason 73 cm

Lengsta teighögg kvenna á 3. braut: Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Lengsta teighögg kvenna á 14. braut: Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Lengsta teighögg karla á 9. braut: Jón Júlíus Karlsson
Lengsta teighögg karla á 11. braut: Skúli Ágúst Arnarson

Lokaúrslitin á Powerade-mótaröðinni

Mótanefnd Golfklúbbsins Odds vill þakka keppendum kærlega fyrir þátttökuna í sumar. Powerade-mótaröðin verður áfram á dagskrá á næsta ári.

< Fleiri fréttir