• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hattar og Pils á Ljúflingi

 

Ágætu Oddskonur.

Þá er komið að glens- og grínmóti sumarsins. Hatta- og Pilsamótið verður haldið á Ljúflingi þriðjudaginn 16. ágúst. Mæting í pilsi/kjól og með hatt að sjálfsögðu kl. 16:30 í skála, þar sem skorkort verða afhent. Síðan verður ræst út á Ljúflingi stundvíslega kl. 17:00 Hver leikmaður má nota 2 kylfur – ÖNNUR ÞEIRRA ÞARF AÐ VERA PÚTTER.

Endilega takið vinkonurnar með (sérstaklega ef þær hafa ekki spilað golf), því hér er tækifærið að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt frá nýju sjónarhorni.
Konur með Ljúflingaðild í Oddi eru sérstaklega velkomnar á sinn heimavöll.

Verð kr. 2.500,-

Innifalið er: 9 holur á Ljúflingi, teiggjöf, hressing á teig og meðan á móti stendur. Matarmikil súpa, ásamt glasi af víni í skála eftir mót.

Leikinn verður höggleikur án forgjafar og veitt verða verðlaun fyrir hin ýmsu afrek, m.a. fyrir 3 bestu skorin, auk nándarverðlauna á 1. braut (þar sem upphafshögg skal slegið með PÚTTER), nándarverðlaun á 4. braut og verðlaun fyrir lengsta högg á 7. braut (þarf að vera á braut). Vippkeppnin verður haldin milli 1. og 9. brautar að venju og dregin út verðlaunarhafi þar. Að sjálfsögðu eru svo verðlaun fyrir skemmtilegasta „lúkkið“ (búninginn).

Skránig með tölvupósti á engilberts@símnet.is og staðfestið þátttöku, með greiðslu inn á reikning: 526-14-405012, kt: 300449-2209.

Hlökkum til að sjá ykkur allar.

Kvennanefnd
Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir