01/07/2020
Eftir langa umhugsun höfum við ákveðið að slá til og setja upp spennandi golfferð í haust og við skiljum vel að einhverjir séu tvístígandi á þessum óvissutímum en við lögðum upp með það að ef aðstæður á Spáni batna ekki og staðan er ennþá sú að Covid-19 sé að hamla ferðalögum og veru á Spáni þá munu ferðalangar eiga rétt á endurgreiðslu eins og það kemur fram í skilmálum með ferðalýsingunni hér neðar. Það er alveg öruggt að ef ástandið verður eins og við eigum að venjast þá standa fá golfsvæði La Manga svæðinu samanburð og við látum okkur hlakka til haustins með von og trú í huga.
Nánari upplýsingar um ferðina:
La Manga golf resort – 15. – 22. október 2020
Golfklúbburinn Oddur og GB Ferðir hafa sett saman stórglæsilega golfferð á nýjan áfangastað GB Ferða LA MANGA sem er glæsilegt 5* golfsvæði 90 mín sunnan við Alicante. La Manga hefur oft verið valið besta golfresort Evrópu.
Á La Manga eru þrír 18-holu golfvellir, suður, norður og vestur völlurinn, sem allir eru ólíkir. Vestur völlurinn er talinn einn af 100 bestu golfvöllum Evrópu og allir La Manga golfvellirnir eru meðal 40 bestu á Spáni.
Á svæðinu er glæsilegur 18 holu pitch&pútt æfingavöllur sem Severiano Ballesteros hannaði. Æfingaaðstaða og æfingasvæði eru til mikillar fyrirmyndar og hefur La Manga verið sigurvegari í vali á besta golfstað Spánar 5 ár í röð af lesendum Today´s Golfer.
Hótel Principe Felipe, er fallegt 5* hótel staðsett rétt við norður og suðurvöllinn. Þetta er tignarleg bygging og það er augljóst að þeir sem byggðu hótelið upphaflega hafa verið stórhuga einstaklingar. Herbergin eru falleg og vel innréttuð. Veitingastaðir svæðisins eru margir og ef valið er hálft fæði stendur valið á milli þriggja staða. Morgunverðarhlaðborðið er ekta spænskt og vel úti látið.
La Manga (15.-22.október). Verð kr. 244.000 á mann í tvíbýli og kr. 293.000 á mann í einbýli.
Innifalið: Fararstjórn, flug með Icelandair, 1 taska sem vegur allt að 23 kg, 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota, flutningur á golfsetti, akstur til og frá flugvelli. 7 nætur í standard herbergi á Prince Felipe 5* með glæsilegu morgunverðarhlaðborði á hótelveitingastaðnum Amapola Restaurant, golfmót með glæsilegum verðlaunum, 6 x 18 holur á einum af þrem golfvöllum svæðisins ásamt aðgengi að sundlaug og líkamsræktarstöð hótelsins.
Einnig innifalið í verði:
Gestir boðnir velkomnir á hótelið með glasi af Cava
Sameiginlegur kvöldverður 20. Október (3 rétta kvöldverður með 1 léttvínsflösku á mann)
Annað:
Hálft fæði (kvöldverður) € 35 á mann
Auka golf € 64,00 (ef fyrirfram bókað)
Golfbíll € 48,00 (þarf að panta)
Rafmagnskerra € 20,00 (þarf að panta)
Golfkerra € 8,00
Þeir sem vilja spila meira en 18 holur á dag get bókað það háð bókunarstöðu samdægurs fyrir 50EUR.
Flug:
Icelandair 15OKT KEF-ALICANTE 08.00 14:20
Icelandair 22OKT ALICANTE-KEF 15.20 17:50
SKILMÁLAR: Skráning í ferðina er í gegnum Golfklúbbinn Odd og stendur forskráning yfir til 13. júlí 2020 eða þangað til 38 á sæti eru bókuð. Að lokinni forskráningu verður staðfestingargjald innheimt af GB ferðum sem sjá þá um ferlið frá þeim degi. Staðfestingargjald er kr. 50.000,- Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 5 virkra daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 10 vikum fyrir brottför. Tilboðið er miðast við Visa gengi 05.06.2020 EUR 156. Verð miðast við lágmarksskráningu 38 manns. Annars áskiljum við okkur þann rétt að fella ferðina niður. Ef landamæri Spánar/Alicante loka einhverra hluta vegna eða vegna Covid – 19 þá fá allir endurgreiðslu. Ef einhver hættir við vegna persónulegra aðstæðna þá gilda almennar reglur og skilmálar.
Takmarkaður sætafjöldi – fyrstur bókar fyrstur fær ( 38 sæti í boði)
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu GO í síma 585-0050 eða á pósti á netfangið oddur@oddur.is og einnig í síma GB ferða 534-5000 eða á netfangið info@gbferdir.is