• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haustferð GO – komin í sölu

Það er að sjálfsögðu komin á dagskrá haustferð GO 2025 þrátt fyrir að flestir félagsmenn séu þessa dagana meira að hugsa um komandi sumar. Við höfum valið að fara með Golfsögu sem er í samstarfi með Verdi Travel á Fairplay dagana 11. – 21. október 2025, þar sem við bjóðum 50 sæti fyrir áhugasama kylfinga.

Við lofum að sjálfsögðu fallegu haustveðri, góðri stemmingu og góðu aðgengi að golfi. Allir rástímar frá 8:00 – 9:30 eru fráteknir fyrir hópinn og einhverja daga verður mögulega hægt að ræsa út á bæði 1. og 10. teig. 

Verð fyrir GO félaga í 10 nátta ferð á Fairplay 11.-21.október 2025

  • 419.900kr á mann í tvíbýli deluxe
  • 474.900kr í einbýli deluxe

Hægt að smella hér til að fara á skráningarhlekk, fyrstur bókar fyrstur fær

  • Innifalið í verði.: 
    Beint Icelandair leiguflug til og frá Jerez með tösku og golfsett,
    Ótakmarkað golf í 11 daga með golfbíl innifalið 18 holur á dag (bíll á seinni hring er 20 Evrur) 
    Akstur til og frá hóteli,
    Gisting í deluxe herbergjum með morgun og kvöldverð auk þess sem drykkir á bar og veitingastað eru innifaldir frá 17:00
    1x kvöldverður fyrir hópinn á Gourmet veitingastaðun Mar de Campo á hótelinu
    2 x aðgangur að heilsulind hótelsins
    Traust fararstjórn

 

  •  

HEIMASÍÐA FAIRPLAY GOLF RESORT

HEIMASÍÐA GOLFSÖGU

Fairplay golfsvæðið

Golfvöllurinn er glæsilegur 18 holu völlur, hann liðast um fallegt miðjarðarhafs landslag þar sem

ólífurunnar, kork og furutré ásamt vötnum og útsýni yfir Alcornocales þjóðgarðinn gera upplifunina ógleymilega.

Völlurinn hentar kylfingum af öllum getustigum og æfingasvæðið er upplagt til að skerpa á golftækninni.

Starfsfólk golfverslunarinnar tekur vel á móti okkur en þar er hægt að leigja golfbíl og versla það helsta sem kylfingum vantar.

 

Hótel – Fairplay

Hótelið er staðsett í suður Andalúsíu rétt um klukkustund frá Gíbraltar.
Á hótelinu er að finna alla þá þjónustu sem búast má við af nútíma 5 stjörnu hóteli. Þar er glæsileg verðlauna heilsulind,
útisundlaug, líkamsrækt og afar fallega innréttuð Double Superior herbergi með svölum.
Hótelið er byggt eins og lítill hvítur Spænskur bær með fallegum stígum og torgum milli húsa.
 
Á hótelinu eru 3 glæsilegir veitingastaðir. Innfalið í verðinu er morgunverður og kvöldverður á glæsilegu hlaðborði
Los Acebuches veitingastaðsins auk þess sem local áfengir drykkir, gos og vatn eru innifaldir á milli kl. 17-23.

 

Upplýsingar um flug og dagsetningar

Flugupplýsingar

Þetta eru þær dagsetningar sem í boði eru fyrir haustið 2024:

11. okt – 21. okt (okkar ferð)

Flogið er með Icelandair til Jerez.

KEF – XRY (FI1080)

06:30 – 13:00 (Brottför þann 11. okt)

XRY – KEF (FI1081)
16:00 – 18:20 (Brottför 21. okt )

Farangursupplýsingar:

Golfsett (1x 15kg)

Innritaður farangur (1x 20kg)

Handfarangurstaska (1x 8 kg)

Sæti:

Hægt er að bóka í betri sæti gegn gjaldi. Betri sætin eru fremst í vélinni og eru breiðari en á almennu farrými og hafa meira fótapláss.
Betri sætum í leiguflugi fylgir ekki Saga þjónusta.

Einnig er hægt að bóka sig í sæti á Economy farrými gegn gjaldi

Verð fyrir betri sæti: 19.500 kr, per legg.
Verð fyrir economy sæti: 2.000 kr. per legg.
Verð fyrir exit sæti: 5.000 kr. per legg.

< Fleiri fréttir