• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haustið er mætt og því loka salerni og við hefjum undirbúning fyrir vetrarlokun

Síðustu dagar hafa verið kaldir og blautir enda ganga haustlægðir hratt yfir landið með ýmsum afbirgðum af veðri. Vallarstjóri og hans menn hafa hafið ýmis haustverk og því mun það hafa einhver áhrif á spil næstu vikurnar.

Eins og staðan er núna ráðgerum við að loka vellinum 15. október.

Umferð golfbíla er bönnuð ef það er blautt á og því biðjum við ykkur um að hafa samband við afgreiðslu Urriðavallar til að fá upplýsingar um stöðu mála á hverjum degi. – 5850050

Haustverk sem eru í gangi eða lokið eða almennar upplýsingar.

  • Salerni á vellinum eru lokuð en aðgengi er að salernum í golfskála á opnunartíma.
  • Endurnýjun á vatnsstútum við 11. flöt lýkur 29.9 en kylfingar þurfa að taka tillit til vinnu við bætingu gönguleiðar vinstra megin við flöt næstu vikurnar og því skal öll umferð fara hægra megin við flötina og mögulega verður vetrarflöt notuð ef starfsmenn eru að vinna á svæðinu.
  • Við hefjum undirbúning á frágangi fyrir veturinn á þvottastöndum og ruslafötum og því fækkar þeim mögulega hægt og rólega næstu vikur.
  • Æfingasvæðið verður opið en boltar eru ekki þrifnir lengur og því það þá háð aðstæðum hvernig ástand á þeim er.
  • Veitingasala golfskálans er lokuð frá 1. október en þá hættir rekstaraðili rekstri. Við munum þó halda úti einhverri veitingaþjónustu, kaldir drykkir, kaffi og súkkulaði verður á boðstólnum og hver veit nema vöffljárnið verði sett í gang.
  • Opnunartími í skála er frá 8:00 – 19:00 eins og staðan er núna en við lokum fyrr þá daga sem við sjáum að ekki er líklegt að kylfingar mæti á svæðið.
< Fleiri fréttir