06/09/2016
Frá og með mánudeginum 12. september næstkomandi bjóðum við upp á afslátt af flatargjaldi á Urriðavelli. Gestir Urriðavallar greiða aðeins kr. 3.900 í flatargjald fyrir hvern 18 holu hring. Verð áður var kr. 8.000 fyrir félagsmenn í GSÍ.
Urriðavöllur hefur sjaldan verið betri en hann er um þessar mundir. Mikið hefur verið lagt í völlinn í ár sem var vettvangur Evrópumóts kvennalandsliða fyrr í sumar. Við hvetjum kylfinga til að nýta sér þetta tilboð og leika á Urriðavöll í haust.
Við bendum einnig á að útsala í golfverslun GO hefst sama dag eða mánudaginn 12. september. Fatnaður, skór og annar golfbúnaður verður á frábæru verði næstu vikurnar og verður hægt að gera frábær kaup.
Nýverið tökum við inn nokkuð magn af merktum fatnaði frá Nike og Under Armour sem bendum félagsmönnum á að gefa sérstakan gaum. Nú er lag að gera góð kaup!