• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hefur þú áhuga á gerast golfdómari? – nýtt námskeið að hefjast

Undanfarin ár hefur dómaranefnd GSÍ haldið héraðsdómaranámskeið í golfi á tímabilinu febrúar-mars ár hvert.
Þátttakendur sem standast héraðsdómarapróf hafa réttindi til að dæma í öllum almennum mótum golfklúbba, jafnt innanfélagsmótum sem opnum mótum.

Námskeiðið verður haldið í mars næst komandi ef næg þáttaka næst og samanstendur af fjórum kvöldfyrirlestrum.
Að þeim loknum geta þátttakendur valið úr tveimur dagsetningum til að þreyta héraðsdómaraprófið.

Dagsetningar héraðsdómaranámskeiðsins eru:
Fyrirlestrar: 6., 8., 12. og 14. mars, kl. 19:30 – 22:00
Próf: 17. og 22. mars (þátttakendur velja annan hvorn daginn)
Námskeiðið er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eins og síðustu ár verða fyrirlestrarnir í beinni útsendingu á YouTube og hentar það þeim sem ekki hafa tök á að mæta í Laugardalinn. Eftir skráningu á námskeiðið fá þátttakendur senda tengla á beinu útsendingarnar.

Dómaranefndin skorar á forráðamenn golfklúbba ræða við þá félaga sem gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda. Einnig getur verið mjög praktískt að meðlimir mótanefnda klúbbanna sæki héraðsdómaranámskeiðið. Oft á tíðum sjá mótanefndarmenn um framkvæmd golfmóta og eru þá hvort eð er á staðnum þegar mót eru haldin.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til domaranefnd@golf.is

Með kveðju,
Dómaranefnd GSÍ

< Fleiri fréttir