• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Heimslistamót – upplýsingar og staða mála

Fyrsti leikdagur kláraðist ekki og því þurfa þeir ráshópar sem náðu ekki að klára fyrstu umferð að vera mættir á þann teig sem þeir hættu leik klukkan 8:30 í fyrramálið (laugardagurinn 11.9).

Rástímar fyrir aðra umferð hefjast svo klukkan 9:50 og hafa þeir rástímar verið birtir. Sömu ráshópar halda sér á milli fyrstu og annarar umferðar.

Við höfum ákveðið að ræsa út á 10 mínútna fresti í umferð tvö. Leikhraði gekk ekki nægilega vel þar sem töluverður tími fór í varabolta og leit við nokkuð erfiðar aðstæður og því sköpuðust vandræði en við vonum að morgundagurinn gangi betur.

Það er afar ólíklegt að umferð þrjú verði leikin á laugardegi en veðurspá er verulega slæm fyrir sunnudag en við tökum stöðuna á því á morgun.

Að öðru leiti þökkum við fyrir daginn og gangi ykkur vel á morgun

< Fleiri fréttir