31/05/2017
Hingað á Urriðavöll kom góður hópur nemenda úr Garðaskóla síðastliðin mánudag í starfskynningu og tók Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri á móti krökkunum. Þorvaldur fór yfir þau starfssvið sem eru í gangi í okkar rekstri og kynnti fyrir þessum góða hópi okkar vallarsvæði. Þorvaldur sagði hópnum frá Evrópumóti kvenna í golfi sem haldið var hér á síðasta ári sem er stærsti golfviðburður sem haldin hefur verið á Íslandi sem þótti takast einstaklega vel. Að lokum fór hópurinn út á völl á golfbílum og fékk að skoða svæðið og þrátt fyrir töluverða rigningu þennan dag mátti sjá gleði í andliti krakkanna eftir þessa góðu heimsókn. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Á myndinni eru frá vinstri, Harpa Hinriksdóttir, Thelma Sif Sófusdóttir, Sigurður Jónsson og Soffía Marja Gibson.