- Par 4
- Forgjöf 12
58 347
54 318
49 295
46 261
Erfitt og blint teighögg þar sem hættan er mest vinstra megin. Ef það heppnast fáum við að reyna okkur í mjög skemmtilegu innáhöggi, þar sem gott er að slá þannig að kúlan sé nær miðju flatarinnar en holan. Lykilatriði er að hitta flötina. Ef teighöggið heppnast ekki reynist best að fara í einfaldar áhættulitlar björgunaraðgerðir frekar en að bjóða upp á mikil ævintýri, t.d. vippa inn á braut í kunnulega vegalengd. Það er ekki mikið svigrúm í kringum flötina.