30/06/2016
Vegna Evrópumóts kvennalandsliða sem hefst á sunnudag á Urriðavelli verður golfsvæðið í Urriðavatnsdölum lokað frá 3. – 9. júlí næstkomandi. Bæði Urriðavöllur og Ljúflingur verður lokaður. Jafnframt verður æfingasvæðið lokað fyrir öðrum en keppendum EM.
Þetta mun hafa töluvert rask í för með sér fyrir félagsmenn sem geta ekki leikið golf á sínum heimavelli á meðan mótinu stendur. Starfsmenn og stjórn klúbbsins hefur af þeim sökum lagt sig fram við að fjölga þeim úrræðum sem félagar GO hafa úr að spila á meðan mótinu stendur.
Við viljum benda félagsmönnum sérstaklega á að nýta sér vinavelli GO á meðan EM stendur. Nær allir vinavellir GO eru opnir fyrir heimsóknum í næstu viku. Félagar GO geta leikið Brautarholtsvöll á kr. 2.000 í Evrópumótsvikunni.
Vinavellir GO 2016:
Rétt er að benda á að félagar í GO geta leikið alla golfvelli landsins sem opnir eru með 50% afslætti á meðan á Evrópumótinu stendur. Tilvalið að nýta sér þann kost.
Einnig viljum við hvetja félaga í GO í að mæta á Urriðavöll og horfa á efnilegstu kylfinga Evrópu takast á við okkar frábæra völl. Urriðavöllur hefur tekið mikil framförum á síðustu dögum og er tilbúinn til að takast á við Evrópumót kvennalandsliða.
Kveðja,
Starfsmenn og stjórn GO